Aðspurður um andstöðu sína við veru Bretlands í Evrópusambandinu segir dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith Institute í London það helst stafa af spillingu og reglugerðarfargani innan sambandsins en megin ástæða andstöðu hans vera þeir tollamúrar sem sambandið setur upp gegn öðrum ríkjum utan þess.

„Ég vil ekki vera hluti af sambandi sem reisir upp slíka múra en það bitnar helst upp á fátækari ríkjum sem eiga sér enga björg,“ sagði dr. Butler.

Hann segir uppsetningu sambandaríkis ganga upp í Bandaríkjunum því þar séu sömu vextir, sama velferðarkerfi og sömu skatta (og á þar við ríkisskatt) en ekki í Evrópu þar sem hvert ríkið rekur sitt eigið velferðarkerfi með eigin forsendum.