Tónlistarmaðurinn og viðskiptasnillingurinn Dr. Dre hefur þénað um 620 milljónir dollara fyrir skatta það sem af er þessu ári. Í íslenskum krónum eru þetta tæpir 75 milljarðar króna. Dre hefur þénað meira en allir hinir á listanum samanlagt.

Aðeins örlítið brot af tekjunum er vegna plötusölu því Dre hagnaðist ógurlega á sölu Beats Electronics til Apple. Fyrirtækið var stofnað af Dre og Jimmy Iovine árið 2006 og framleiðir ein vinsælustu heyrnartól heims í dag.

Næst tekjuhæstu mennirnir á listanum eru Jay-Z og Diddy en þeir hafa þénað 60 milljónir dollara, eða 7 milljarða króna, hvor það sem af er ári. Líkt og Dr. Dre eru þeir félagar kannski ekki að þéna mest á plötusölu eða tónleikahaldi. Diddy hefur til dæmis hagnast vel á samningi sem hann gerði við Diageo's Ciroc vodka, sem og sölu á tískufatnaði og ýmsu öðru.

24 tekjuhæstu hiphop-listamennirnir:

1. Dr. Dre $620 m
2.-3. Diddy $60 m
2.-3. Jay-Z $60 m
4. Drake $33 m
5. Macklemore & Ryan Lewis $ 32 m
6. Kaney West $30 m
7. Birdman $24 m
8. Lil Wayne $23 m
9. Pharrell Williams $22 m
10. Eminem $18 m
11. Nicki Minaj $14 m
12. Wiz Khalifa $13 m
13. Pitbull $12 m
14. Snoop Dogg $10 m
15. Kendrick Lamar $9 m
16.-19. Ludacris $8 m
16.-19. Tech N9ne $8 m
16.-19. Swizz Beats $8 m
16.-19. 50 Cent $8 m
20.-24. Rick Ross $7 m
20.-24. J. Cole $7 m
20.-24. DJ Khaled $7 m
20.-24. Lil Jon $7 m
20.-24. Mac Miller $7 m