„Íranir eru að þróa kjarnavopn. Ísraelar gætu ákveðið að ráðast á landið, en það er áhættusamt. Bandaríkin gætu sömuleiðis gert það, en ég tel ólíklegt,“ sagði dr. Martin Feldstein, prófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Hann segir mikla óvissu ríkja í Miðausturlöndum, ekki síst hvað Íran varði og kjarnorkuáætlun landsins.

„Íranir munu á endanum koma sér upp kjarnorkuvopnum og það hugnast mér ekki,“ sagði hann.