Dr. Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR), hefur hafið störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Spretti. Hrafn hefur kennt við HR síðastliðin 13 ár og meðal annars verið deildarforseti tölvunarfræðideildar skólans. Hann mun koma inn í teymi hugbúnaðarsérfræðinga sem sinna sérlausnaverkefnum fyrir viðskiptavini Spretts.

Fram kemur í tilkynningu að auk Hrafns hafi Sprettur ráðið tvo nýja hugbúnaðarsérfræðinga til viðbótar. Það eru þeir Andri Már Björgvinsson og Guðmundur Páll Kjartansson en einnig hefur Edda Sigríður Hólmsteinsdóttir komið til liðs við Sprett sem skrifstofustjóri.

Sprettur er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vöruþróun og sérlausnaverkefnum fyrir millistór og stærri fyrirtæki. Sprettur er með skrifstofur sínar á Laugavegi 26. Meðal viðskiptavina Spretts eru mörg stærstu fyrirtæki landsins eins og Eimskip, Vodafone, Sjóvá, Landsnet og TM.

Hrafn Loftsson

Hrafn Loftsson útskrifaðist með BSc gráðu í tölvunarfræði frá HÍ árið 1989, MSc gráðu í tölvunarfræði og aðgerðagreiningu frá Pennsylvania State University árið 1992 og með Phd í máltækni frá University of Sheffield árið 2007.

Hrafn vann við hugbúnaðargerð hjá Talnakönnun 1988-1989, Íslensku hugviti 1989-1990 og Greenwich Capital Markets 1992-1995.  Hrafn starfaði við stjórnun og hugbúnargerð hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka 1995-1997 og við greiningu hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins 1997-1999.  Frá árinu 2000 hefur Hrafn kennt hjá Háskólanum í Reykjavík, sem deildarforseti tölvunarfræðideildar 2001-2003, lektor 2000-2011 og dósent frá árinu 2011.

Andri Már Björgvinsson

Andri Már Björgvinsson.
Andri Már Björgvinsson.

Andri hefur unnið við við hugbúnaðar þróun frá 2007. Andri hóf ferilinn hjá Samsýn þar sem hann þróaði á kortavefi. Árið 2009 hóf hann störf hjá Gagnavörslunni við þróun á upplýsinga- og skjalastjórnunarkerfinu Core Data. Árið 2012 færði hann sig yfir í Íslandsbanka þar sem hann þróaði innri lausnir fyrir veð og tryggingar. Andri hefur þróað lausnir í allskyns tækniumhverfum.

Andri stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með BSc gráðu í tölvunarfræði árið 2008 og síðan með MSc gráðu í tölvunarfræði árið 2010.

Edda Sigríður Hólmsteinsdóttir

Edda Sigríður Hólmsteinsdóttir.
Edda Sigríður Hólmsteinsdóttir.

Edda útskrifaðist sem iðnrekstarfræðingur frá Tækniskóla Íslands 1995, hlaut diplóma í verkefnastjórnun frá EHÍ 2007 og viðurkenndur bókari 2012 frá HR

Edda vann sem verkefnastjóri hjá Tæknival 1995-1996, skrifstofustjóri hjá Computer 2000 1996-1998, aðalbókari hjá St. Jósefsspítala 1998-1999, skrifstofustjóri hjá Sjálfsbjörgu lsf 1999-2006 og innkaupadeild Orkuveitu Reykjavíkur 2007-2010. Hún annaðist síðast bókhald og launavinnslu hjá Lyfjaveri 2012-2013.

Guðmundur Páll Kjartansson

Guðmundur Páll Kjartansson.
Guðmundur Páll Kjartansson.

Guðmundur lærði að forrita á barnsaldri og hefur unnið í ýmsum forritunarverkefnum í gegnum tíma. Guðmundur starfaði á hugbúnaðardeild Landsbankans meðfram námi en hann útskrifðast með BSc gráðu í tölvunarfræði frá HÍ vorið 2012 og hefur stundað háskólanám í Danmörku.