„Þeir sem hafa spáð í kringum 3-4% hagvexti á árinu eru of bjartsýnir. Við getum verið sátt við að ná 2% hagvexti á þessu ári, jafnvel 1%. Efnahagslífið rétt höktir áfram,“ segir, dr. Martin Feldstein, prófessors við Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Feldstein er gestur á fundi Landsbankans um stöðum og horfur á mörkuðum sem nú stendur yfir.

Hann sagði fjármálakreppuna sem skall á fyrir fimm árum af öðrum toga en aðrar kreppur. Kreppur í gegnum tíðina, a.m.k. í Bandaríkjunum, voru til komar vegna breytinga á skammtímavöxtum bandaríska seðlabankans. Fjármálakreppan sem skall á fyrir fimm árum skýrist aðallega af tveimur þáttum, eignabólu sem sprakk á sama tíma og skuldsetning var í hámarki.

Feldstein sagði aðgerðir bandarískra stjórnvalda til að blása lífi í einkaneyslu í fjármálakreppunni skiluðu litlum árangri til lengri tíma litið þótt skammtímaáhrifin hafi verið einhver. Hrun fjármálamarkaða, mikill samdráttur á fasteignamarkaði, samdráttur í útflutningi af völdum skuldakreppunnar á evrusvæðinu samhliða miklu atvinnuleysi vestanhafs hafi dregið tennurnar út efnahagslífinu.

Hann benti jafnframt á að hagvaxtartölur dragi ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála. Þótt hagvöxtur hafi verið í kringum 3% í Bandaríkjunum á síðasta ársfjórðungi þá skrifist meirihluti hans af endurmati á birgðastöðu. Sé það undanskilið frá hagtölunum hafi hagvöxtur verið talsvert minni.

„Ef við erum heppin þá náum við 2% hagvexti á árinu,“ sagði hann.

Fylgjast má með ráðstefnu Landsbankans í beinni útsendingu hér