Kjörsókn á höfuðborgarsvæðinu fór heldur hægar af stað í morgun samanborið við sveitarstjórnarkosningarnar árið 2010, að því er segir á mbl.is .

Í Reykjavík skera kjósendur sig frá öðrum bæjarfélögum því kl. 11 höfðu um 5,84% kosningabærra einstaklinga greitt atkvæði samanborið við 5,71% árið 2010. Í Kópavogi var kjörsókn 4,2% klukkan ellefu í dag, samanborið við 5,5% á sama tíma fyrir fjórum árum.

Í Hafnarfirði var kjörsókn 4,1% en var 49% fyrir fjórum árum. Í Garðabæ höfðu 4,4% atkvæðisbærra manna kosið klukkan ellefu en á sama tíma fyrir fjórum árum höfðu 5,73% greitt atkvæði.