Kosningaþátttaka í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs hefur verið heldur dræm það sem af er degi og er talsvert minni en í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins (RÚV).

Þar er hafti eftir Snorra Tómassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Kópavogi, á fyrsta klukkutímanum í morgun hafi 266 kosið. Til samanburðar megi nefna að í síðustu Icesave-kosningunum 2011 höfðu 653 greitt atkvæði á fyrstu klukkustundinni.

Á vef Vísis kemur fram að kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var um 3,5% kl. 11 í morgun og á sama tíma var hún um 3,7% í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Í kvöld kl. 23.30 verður aukafréttatími í sjónvarpinu en búast má við fyrstu tölum um það leyti.