Dræm þátttaka var í útboði ríkisins fyrir flugfarmiðum sem haldið var nýlega. Aðeins WOW air gerði tilboð í báða flokka útboðsins, sem var á vegum Ríkiskaupa. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista .

Útlit var fyrir að erlend flugfélög hefðu meiri áhuga á útboðinu nú en þegar síðast var boðið út, fyrir fimm árum, en umsvif erlendra flugfélaga hérlendis hafa aukist hratt og örugglega með sprengingunni í túrisma á Íslandi.

Erlendu fyritækin, á borð við SAS og EasyJet, hættu þó við að senda inn tilboð - vegna þess hve erfitt hefði verið að koma til móts við þær kröfur sem gerðar voru í lýsingu útboðsins.