Breytt fréttaneysla sást vel af lestri netmiðla í bresku kosningabaráttunni. Ungt fólk (18-34 ára) varði aðeins 8 mínútum á viku í fréttalestur, en miðaldra fólk (35- 65 ára) 22. Sem fer nokkuð saman við ólíkan áhuga og kjörsókn aldurshópanna. Alls var aðeins um 3% tíma fólks á netinu varið í fréttalestur.

Af tölunum mátti og ráða hvað staðbundnir miðlar mega sín lítils gagnvart stóru landsmiðlunum, komust varla á blað hver á sínu svæði, en ríkisfjölmiðillinn BBC ber höfuð og herðar yfir aðra,. Af heildartölunum sést að breskir miðlar eru skiljanlega vinsælastir, en þó eru 8 bandarískir eða alþjóðlegir miðlar meðal 28 efstu.