Icelandair hefur dregið til baka uppsagnir um 50 flugmanna sem voru í hópi þeirra 115 sem sagt var upp í júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í frétt Vísis .

Í viðtali við Vísi segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að ákvörðunin komi til vegna góðrar verkefnastöðu félagsins fyrir næsta vetur. Segir hann að góða verkefnastöðu megi fyrst og fremst rekja til erlendra leiguverkefna sem félagið hefur unnið í á undanförnum misserum í samvinnu systurfélagið, Loftleiðir Icelandic.

Eitt af þeim verkefnum sem Guðjón nefnir er samkomulag Loftleiða við flugfélagið  TACV Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Snýr samkomulagið að enduruppbyggingu flugfélagsins auk þess að þess að styrkja alþjóðaflugvöllinn á Grænhöfðaeyjum og vinna að því að gera eyjaklasann að álitlegum ferðamannastað allt árið um kring eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum.