„Við höfum í raun og veru aldrei fengið svör við spurningum okkar við nánari sundurliðun á kostnaðinum,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, en sjóðurinn hefur fengið lögmann til að fara með erindi fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá upplýsingar um sundurliðun á kostnaði við störf slitastjórnar Glitnis.

„Það sem við höfum farið fram á í grófum dráttum eru sundurliðaðar upplýsingar um laun sem er verið að greiða slitastjórnarmönnum og hugsanlega einhverjum fyrirtækjum á þeirra vegum. Við höfum bara fengið almenn svör um heildarkostnað og að þetta sé ekki hátt miðað við það sem tíðkast erlendis o.s.frv.,“ segir Árni um hvaða svör þeir hafi fengið við spurningum til slitastjórnarinnar.

Til viðbótar við Gildi lífeyrissjóð er Lífeyrissjóður verslunarmanna einnig aðili að málinu en Reimar Pétursson er lögmaður sjóðanna í málinu.

Nánar er fjallað um mál lífeyrissjóðanna gegn slitastjórn Glitnis í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.