Hlé hefur verið gert á áformum um sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri við Háskóla Íslands. Björn Þorsteinsson, rektor skólans, fundaði með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra vegna málsins. Björn sagði í hádegisfréttum RÚV í dag ástæðuna af tvennum toga. Bæði þurfi skólinn að greiða skuld sína við ríkissjóð auk þess sem ekki sé pólitískur vilji fyrir sameiningu Landbúnaðarháskólans við annan skóla.

Fram kom í fréttum RÚV að skólinn þurfi að greiða ríkissjóði 10 milljónir króna á þessu ári og 35 milljónir króna árlega á næstu árum.

Vegna þessa þarf Landbúnaðarháskólinn að draga saman seglin til að draga úr rekstrarkostnaði, að sögn Björns.