Skatttekjur frá ferðaþjónustunni eru ekki að fylgja umfangi greinarinnar í heild samkvæmt nýrri hagspá Efnahagsdeildar Samtaka Atvinnulífsins. Þetta bendir til þess að umfang svartrar atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu sé töluvert, að sögn Sigríðar Mogensen, hagfræðings Efnahagssviðsins.

Í kynningu á hagspá Efnahagsdeildarinnar á Grand Hótel í morgun talaði Sigríður um framtíð ferðaþjónustugreinarinnar og benti á að framleiðni í greininni er nokkuð lág. „Framleiðni á Íslandi er lág í alþjóðlegum samanburði og hún hefur dregist saman í kjölfar hrunsins. Framleiðni vinnuafls í ferðaþjónustu er fremur lítil, en talan gæti verið vanmetin vegna hugsanlegs umfangs svartrar atvinnustarfsemi,“ sagði Sigríður.

VB Sjónvarp ræddi við Sigríði.