Stærsti stjórnflokkur Póllands, Lög og réttlæti, sem komst til valda í kosningum í fyrra, hefur lofað að draga til baka áætlanir um takmarkanir sem flokkurinn ætlaði sér að setja á starfsemi fjölmiðla í þinginu. Munu þeir þess í stað endurvinna áætlunina.

Þúsund­ir hafa mótmælt á götum Póllands því sem þeir telja skerðingu stjórnvalda á fjöl­miðlafrelsi í land­inu en auk þess lagði stjórnarandstaðan und­ir sig aðalþingsal í þing­hús­inu á föstu­dag og héldu setu­verk­falli áfram um helgina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur sætt gagnrýni því fyrr á árinu var einnig mótmælt umdeildum herðingum á fóst­ur­eyðing­ar­lög­gjöf lands­ins og breyt­inga á stjórn­laga­dóm­stóln­um.

Framkvæmdarstórn Evrópusambandsins hefur einnig haldið því fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki í samræmi við hugmyndir um réttarríki sem síðar olli því að einkun landsins lækkaði hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum.