Viðverustjórnun tekur á fjarvistarmálum og vellíðan starfsfólks. Hægt er að draga úr fjarvistum starfsmanna með ákveðnum aðferðum. Fjarvistir geta minnkað ef starfsmenn eiga að tilkynna veikindi með því að hringja í yfirmanninn í stað þess að senda skilaboð eða hringja í skiptiborð. Þetta er hluti af viðverustjórnun sem tekur á fjarvistarmálum og vellíðan starfsfólks.

Proactive er nýtt fyrirtæki sem sér um ráðgjöf og fræðslu í viðverustjórnun. „Ef manneskja er veik þarf að hringja heim til hennar og fylgjast með hvernig henni líður og hvort hægt sé að gera eitthvað. Maður spyr ekki um sjúkdóma heldur vellíðan og hvort vinnustaðurinn geti gert eitthvað,“ segir Hildur Friðriksdóttir sem stofnaði Proactive með Svövu Jónsdóttur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .