Evrópski seðlabankinn hefur nú gefið hressilega í, en Mario Draghi og félagar keyptu skuldir fyrir ríflega 85,4 milljarða evra í nóvember. Viðskiptin eru hluti af magnbundinni íhlutunarstefnu bankans. Seðlabankinn birti gögnin fyrr í dag.

Á fimmtudaginn verður tekin ákvörðun um það hvort að framlengja eigi aðgerðirnar. Hagfræðingar telja margir hverjir að seðlabankinn ákveði að framlengja stefnu sína um sex mánuði, en upphaflega átti þessu að ljúka í mars.