Drake Capital Management, sem er í 20% eigu Kaupþings, hefur ákveðið að loka vogunarsjóðum sínum til viðbótar og ætlar að skila um 4 milljörðum Bandaríkjadala til fjárfesta á þessu ári.

Áður hafði Drake lokað stærsta sjóði sínum, Drake Global Oppur tunities.

Félagið var með allt að 6 milljarða Bandaríkjadala í eignastýringu í vogunarsjóðum en tapaði um 2 milljörðum dala af þeirri upphæð á árinu 2007.

Drake tilkynnti írsku kauphöllinni á þriðjudag að félagið myndi hefja sölu á eignum sjóða sinna; Absolute Return Fund sem telur um 1,4 milljarða dala og Low Volatility Fund sem er smærri. Félagið býst við því að skila meirihluta fjármagns til fjárfesta í lok þessa árs.

Hins vegar segist félagið einnig ætla að byrja að taka við fé síðar á þessu ári til að stofna nýja sjóði sem byggja munu á svipaðri aðferðafræði og þeir sem nú var lokað.

Drake fullvissar fjárfesta sína um að ekki verði brunaútsala á eignum sjóðanna og segist vel í stakk búið til að forðast þvingaða sölu (e. forced sale).