Því lengur sem Íslendingar draga að gera samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn því dýpri verður kreppan. Þetta er inntakið í áliti sérfræðinga sem Bloomberg fréttastofan leitaði til í gær og birti á vef sínum.

„Því lengur sem þetta dregst á langinn því alvarlegri verður ástandið," er haft eftir Paul Rawkins, sérfræðingi há Fitch Ratings. „Það er ljóst að með hverjum deginum sem líður dýpkar kreppan sem þeir glíma við," segir Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank í Kaupmannahöfn.

Í fréttinni er rifjað upp að íslenskir ráðherrar hafi boðað að samkomulag væri í sjónmáli snemma í þessari viku.

Það hefur hins vegar dregist meðal annars vegna vinnslu við gerð nýrrar þjóðhagsáætlunar. Nú hefur blaðamannafundur hins vegar verið boðaður í Ráðherrabústaðnum kl. 14.15 í dag. Búist er við að þá verði greint frá IMF.