Eyjan Hashima í Japan er einn stór draugabær. Í yfir 100 ár var eyjan hluti af námuvinnslu stórfyrirtækisins Mitsubishi. Á aðeins 16 ekrum af landi voru háhýsi byggð og starfsfólkið bjó þar við þröngan kost. Árið 1959 var eyjan einn þéttbýlasti staður á jörðinni þar sem 5259 manns bjuggu á aðeins 16 ekrum.

Árið 1974 hætti Mitsubishi starfsemi sinni á eyjunni og þar með fluttu allir í burtu og byggingarnar í Hashima grotnuðu niður.

Eyjan, sem hefur jafnan verið kölluð „Battleship Island“ vegna lögunar sinnar, þykir vera fullkomin leikmynd fyrir hryllings- eða spennumynd. Og það var einmitt á þessari eyju sem vondi karlinn í James Bond myndinni, Skyfall, hélt til. Byggingarnar á eyjunni þóttu þó of hættulegar og hrörlegar til að vinna í svo eftirlíkingar af þeim voru byggðar í stúdíói og senurnar teknar þannig upp.

Þó að eyjan hafi ekki verið rýmd á einni nóttu hafa ýmsir hlutir verið skildir eftir eins og fólk hafi farið í flýti. Í skólanum eru bækur og blöð á borðum og á spítalanum hanga röntgenmyndir uppi á veggjum.

Saga eyjunnar er dökk en á árunum fyrir síðari heimstyrjöld og á meðan á stríðinu stóð rak Mitsubishi þrælkunarbúðir á eyjunni þar sem kóreyskir og kínverskir stríðsfangar voru látnir vinna myrkranna á milli við hræðilegar aðstæður. Enn þann dag í dag eru fyrrum starfsmenn Mitshubishi, flestir kínverskir að uppruna, að berjast fyrir skaðabótum og afsökunarbeiðni frá stjórnendum Mitsubishi fyrir meðferðina í Hashima.

Sjá nánar á CNN .

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.

Hashima í Japan.
Hashima í Japan.