*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 17. júlí 2019 14:39

Dregið úr innleiðingarhalla

Ísland á eftir að innleiða 0,7% af reglugerðum EES en innleiðingarhalli landsins er jafn og annara EFTA-ríkja.

Ritstjórn
Guðlaugur Þór þórarson utanríkisráðherra segir möguleika okkar á að hafa áhrif á lagasetningu EES betri nú en áður.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýbirtu frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á eftir að innleiða 0,7% EES-gerða hér á landi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins og þar kemur jafnframt fram að þetta sé í þriðja sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er eitt prósent eða minna. . 

Innleiðingarhalli Íslands stendur nú í 0,7%, alls töldust sex tilskipanir óinnleiddar. Ísland nær þar með betri árangri en Liechtenstein (0,9%) en Noregur kom best út úr matinu (0,4%). Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna innan EES var 0,7%

Innleiðingarhalli Íslands eykst lítillega frá síðasta mati en þá var hann 0,5 prósent. Þar áður, fyrir ári síðan, var hann eitt prósent. Dregið hefur því verulega úr hallanum undanfarið ár og er þetta í þriðja sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er ekki meira en eitt prósent. Til samanburðar náði innleiðingarhalli Íslands hámarki á fyrri hluta ársins 2013, þegar hann nam 3,2 prósentum. 

„Þessi árangur kemur mér ekki á óvart enda hef ég lagt á það áherslu í embætti utanríkisráðherra að bæta framkvæmdina á EES-samningnum. Bætt framkvæmd eykur möguleika okkar á að hafa áhrif á lagasetninguna á fyrri stigum, sem hefur ef til vill aldrei verið mikilvægara en nú,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í frétt Stjórnarráðsins