*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 25. október 2013 07:50

Dregið úr opinberu eftirliti

Hagræðingarhópurinn vill leggja niður fjölmiðlanefnd.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Dregið verður úr eftirliti á vegum hins opinbera, nái tillögur hagræðingarhóps fram að ganga. Morgunblaðið segir að skera eigi niður framlög til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Þá verður dregið úr framlögum til utanríkisþjónustunnar og fjölmiðlanefnd lögð niður. Blaðið segir að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi í dag.

Guðlaugur Þ. Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem sitja í hagræðingarhópnum. Hann segir við Morgunblaðið að endurskipuleggja þurfi utanríkisþjónustuna og landbúnaðarkerfið. Að auki þurfi að endurskipuleggja eftirlitskerfið.