Bráða­birgða­á­kvæði um toll­frjálsan inn­flutning vara frá Úkraínu til Ís­lands féll úr gildi í gær en Al­þingi sam­þykkti á­kvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efna­hags­líf vegna inn­rásar­stríðs Rússa.

Sam­tök fyrir­tækja í land­búnaði (SAFL) sendu fjár­mála­ráð­herra bréf í síðustu viku þar þess var krafist að á­kvæðið yrði ekki endur­nýjað. Það væri að þeirra mati „afar ó­var­legt að fram­lengja ein­hliða niður­fellingu tolla á úkraínskar vörur og heimila þannig ó­tak­markaðan toll­frjálsan inn­flutning á land­búnaðar­vörum frá Úkraínu á sama tíma og ís­lenskur land­búnaðar berst í bökkum.“

Bæði Evrópu­sam­bandið og Bret­land endur­nýjuðu sam­bæri­leg á­kvæði til að styðja við Úkraínu en þar berjast margir einnig í bökkum. Engin tillaga um slíkt barst efnahags- og viðskiptanefnd hérlendis áður en ákvæðið rann sitt skeið.

Heildarmagnið um 2% af markaðnum

Í bréfi SAFL segir að ekki liggi fyrir greining á hve mikið magn af land­búnaðar­vörum voru fluttir hingað til lands frá Úkraínu en ef marka má mál­flutning Guð­rúnar Haf­steins­dóttur, formanns efna­hags- og við­skipta­nefndar Al­þingis, í gær jókst innflutningur vissulega.

„Þegar til­lagan var sam­þykkt í fyrra var tekið fram að inn­flutningur frá Úkraínu væri ó­veru­legur og því um mikil­vægan en jafn­framt tákn­rænan stuðning að ræða,” sagði Guð­rún á Al­þingi.

„Á þessu ári sem liðið er hefur marg­vís­leg vara verið flutt til landsins en þó lang­mest af ali­fugla­kjöti. Eftir því sem næst verður komist fór inn­flutningur á ali­fugla­kjöti frá Úkraínu á síðasta ári úr 25 milljónum í 94 milljónir eða sem nemur 80 tonnum á kjúk­linga­kjöti og það sem af er þessa árs hafa um 200 tonn verið flutt inn til landsins,” sagði Guð­rún.

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, benti Guðrún á að heildar­magnið væri ekki nema 2% af markaðnum.

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ekki ætlunin að „raska verulega“ rekstrargrundvelli

Sam­tals nam heildar toll­verð inn­fluttra vara frá Úkraínu á síðasta ári, 827 milljónum sem er aukning úr 277 milljónir. Lang­mest var flutt inn af iðnaðar­vöru, t.d. fatnaður, hús­gögnum, járni, stáli og raf­magns­tækjum, samkvæmt Guðrúnu.

Auk ali­fugla­kjötsins var einnig flutt inn aðrar land­búnaðar­vörur eins og sól­blóma­fræ, sól­blóm, olía, sveppir og blá­ber.

Í ræðu sinni gær tók Guð­rún síðan undir með Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra sem sagði degi áður að það væri á­byrgðar­hluti að fylgjast vel með þeim á­hrifum sem þessi inn­flutningur kann að hafa á inn­lenda fram­leiðslu.

„Ég deili þeirri skoðun með forsætisráðherra. Það liggur alveg fyrir að það er mikill vilji Alþingis til að halda áfram stuðningi við Úkraínu af öllum okkar. Nefndin er með málið til skoðunar. Hins vegar getur það ekki hafa verið ætlun okkar þingmanna að raska verulega og tefla í tvísýnu rekstrargrundvelli íslenskra bænda með tímabundinni ráðstöfun.“