Ársverðbólga í Kanada mældist 5,2% í febrúar og hjaðnaði um 0,7 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 5,9%. Verðbólgan mældist undir spám hagfræðinga sem áttu von á að hún yrði nær 5,4%.

Síðasti vaxtaákvörðunarfundur kanadíska seðlabankans var haldinn fyrir um tveimur vikum síðan. Þá ákvað nefndin að halda vöxtum óbreyttum í 4,5%, en á undanförnum tólf mánuðum hefur bankinn hækkað stýrivexti um 425 punkta.

Næsti vaxtaákvörðunarfundur er haldinn 12. apríl næstkomandi.