Stefán E. Sigurðsson hóf störf í síðustu viku sem fjármálastjóri Advania. Tekur hann við starfinu af Jóhanni Þór Jónssyni, sem sjálfur hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstrar hjá fyrirtækinu.

Stefán starfaði áður sem Senior Director of Finance hjá CCP þar sem hann hóf störf árið 2010. Þar leiddi hann fjármáladeildir fyrirtækisins á heimsvísu og hafði yfirumsjón með samstæðuuppgjöri félagsins, sjóðsstýringu, fjárfestatengslum og öðru.

Stefán segist leggja mikið upp úr því að eyða tíma með fjölskyldunni og á heimili þar sem mikið sé um að vera sé því miður ekki nægur tími fyrir áhugamálin. „Þau eru samt margvísleg og ég legg fyrst og fremst áherslu á að við stundum fjölskyldusport saman. Það er búið að vera markmið mitt að koma fjölskyldunni á skíði og það hefur tekist. Við höfum einu sinni farið á skíði í frönsku Ölpunum og það var auðvitað alveg frábært. Það er bókað að við fjölskyldan munum skíða í vetur þótt engar utanlandsferðir séu áætlaðar núna. Við höfum planað að fara til Akureyrar og mögulega Siglufjörð, og svo verður farið til Ísafjarðar um páskana.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .