Nú þegar júlímánuður er rúmlega hálfnaður er fjöldi nýskráðra fólksbíla rúmlega 300, í kringum 150 bílar á viku. Þetta er mikill fækkun miðað við sama mánuð á síðasta árið þegar u.þ.b. 350 bílar voru skráðir vikulega sem þýðir að samdrátturinn er yfir 50% á milli ára. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er samdrátturinn mestur í nýskráðum lúxusbílum, eða á bilinu 60-70%, á meðan sala í flokkunum fyrir neðan hefur minnkað um 35-40%.

Sala á bílum síðastliðin þrjú ár hefur verið hátt yfir sögulegu meðaltali og hafa því margir búist við snörpum viðsnúningi á markaðinum. Samdrátturinn lét þó ekki á sér kræla fyrr en í mars sl. og virðist sem snögg veiking krónunnar um það leyti hafi orðið til þess að bílaumboðin stigu á bremsuna. Fyrstu tvo mánuði ársins var aukning í innflutningi fólksbifreiða miðað við sama tímabil árið 2007, en á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur innflutningurinn dregist saman um 40% milli ára, reiknað á föstu gengi.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .