Rannsóknarsetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst sesgir að ætla megi að verulega dragi úr vexti smásöluverslunar það sem eftir er þessa árs.

Áætlað er að raunvöxtur í dagvöruverslun verði um 2% á þessu ári og á síðara hluta ársins verði enginn vöxtur miðað við árið í fyrra á föstu verðlagi. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar meðal stjórnenda í verslun telja flestir að vöxtur í veltu á síðari helming þessa árs verði álíka og í fyrra og um þriðjungur stjórnenda í verslun telur að starfsmönnum muni fækka á seinni hluta þessa árs.

Skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar má nálgast hér.