Sunnudaginn komandi, 7. maí, kjósa Frakkar sér nýjan forseta, en í þessari síðari umferð kosninganna er kosið á milli þeirra tveggja sem fengu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Emmanuel Macron sem fer fram utan hefðbundinna stjórnmálaflokka var efstur í fyrri umferðinni en Marine Le Pen frá Frönsku þjóðfylkingunni var fast á hæla hans.

Síðan fyrri umferðin fór fram 23. apríl síðastliðinn hafa skoðanakannanir sýnt að dregið hefur saman milli þeirra. Hafði Macron samkvæmt  skoðanakönnunum sem gerðar voru rétt fyrir fyrri umferðina 67% fylgi á móti 33% fylgi Le Pen ef þau myndu mætast í seinni umferð. En samkvæmt skoðanakönnun Harris Interactive, hefur Macron nú 61% fylgi á móti 39% fylgi Le Pen.

Fimmtungur kaus ekki

Í fyrri atkvæðagreiðslunni, þar sem voru 11 frambjóðendum hlaut Macron 24,01% atkvæða en Le Pen 21,30%, aðrir minna. En um 22,23% kjósenda kusu ekki, sem er allra hæsta hlutfall sem mælst hefur í frönskum forsetakosningum síðan 2002, þegar faðir Marion, Jean Marine Le Pen, atti kappi við Jacques Chirac um forsetaembættið, og tapaði í síðari umferð.

Næstir á eftir þeim Macron og Le Pen komu Francois Fillion frá Lýðveldisflokknum, hefðbundna hægriflokki landsins með 20,01% og svo Jean-Luc Mélenchon sem klauf sig, líkt og Macron, frá hinum hefðbundna Sósíalistaflokki, hlaut 19,58%. Þar á eftir kom Benoit Hamon frá Sósíalistaflokknum fyrrnefnda með 6,36% fylgi og svo Nicholas Dupont-Aignan frá flokki sínum Frakkland rísi upp með 4,70%

Gerði bandalag við Le Pen

Sá síðarnefndi sem klauf sig út úr Lýðveldisflokknum er á móti aðild Frakklands úr Evrópusambandinu og evrunni, og hefur hann síðan nýjasta skoðanakönnunin var gerð gert bandalag við Le Pen, sem hyggst einmitt efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn sigri hún á sunnudag.

Þó flestir aðrir forsetaframbjóðendurnir í fyrri umferðinni hafi lýst yfir stuðningi við Macron hefur Melenchon ekki lýst yfir stuðningi þó hann hafi sagt að hann myndi ekki kjósa Le Pen.