Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, dregur trúverðugleika formanns ráðgjafarhóps vegna losunar fjármagnshafta í efa. Ástæðan er sú að formaður nefndarinnar, Glenn Kim, starfaði lengi sem ráðgjafi hjá Moelis & Company fyrir slitastjórnir þrotabúa föllnu bankanna.

Eins og kunnugt er eru hagsmunir þrotabúanna annars vegar og íslenska ríkisins hins vegar ekki fullkomlega samrýmanlegir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bjarni Benediktsson segir þessar athugasemdir tilhæfulausar. Kim starfi ekki lengur fyrir Moelis eða þrotabúin heldur íslenska ríkið. „Hann hefur fullt traust frá mér til að sinna þessu verkefni og leiða það,“ segir Bjarni. Engin ástæða sé til að draga trúverðugleika Kim í efa.