Vörur voru fluttar út fyrir 53,5 milljarða króna og inn yfir 45,6 milljarða í nóvember á nýliðnu ári en það skilar afgangi af vöruskipum upp á 7,9 milljarða króna. Þetta eru 700 milljónum krónum meiri afgangur en í nóvember í hittifyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Vöruskipti á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs nam 97,5 milljörðum króna. Á sama tíma ári fyrr var vöruskiptaafgangurinn átta milljörðum krónum meiri. Ál og álafurðir voru 54,5% af öllum útflutningi á ellefu mánuðum síðasta árs. Hlutur sjávarafurða nam 40,5%.