Talsvert hefur dregið úr afskráningu notaðra bíla samkvæmt tölum Umferðarstofu. Nú í september eru þær um ríflega þriðjungi færri, 595 bifreiðar á móti 907 í sama mánuði í fyrra.

Framan af ári var um svipaðan fjölda afskráninga að ræða en snarlega hefur dregið úr þeim eftir því sem liðið hefur á árið. Mest var afskrifað af bílum á árinu 2006, en þá hurfu 12.0144 bílar af skrá Umferðarstofu.

Árið 2007 voru það 9.418 bílar o g 10.130 árið 2008. Þegar er búið að afskrifa 6.366 bifreiðar það sem af er ári. Miðað við þróun afskráninga undanfarna mánuði má búast við að í heild verði afskráðir um 7.800 bílar á þessu ári.