Atvinnulausum fjölgaði í Bandaríkjunum í síðustu viku. Það er þvert á þróunina á atvinnumarkaði vestanhafs en dregið hefur úr atvinnuleysi þar síðustu mánuði.

Atvinnuleysi mælist nú 8,5% í Bandaríkjunum og hefur það ekki verið lægra í að verða þrjú ár, síðan árið 2008.

Í frétta AP-fréttastofunnar um atvinnumál í Bandaríkjunum segir að sveiflur séu á atvinnumarkaðnum alla jafna um þessar mundir þar sem þeir sem tímabundin ráðning fólks yfir hátíðirnar sé að renna út um þessar mundir.

Þá segir í umfjöllun AP um málið að atvinnumarkaðurinn hafi batnað á seinni helmingi síðasta árs. Það er í samræmi við spá bandaríska seðlabankans sem gerir ráð fyrir að atvinnuleysi fari niður í 8,2% á þessu ári miðað við 2,5% hagvöxt.