Atvinnuleysi mældist 8,3% í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta eru betri tölur en almennt var búist við en atvinnuleysi vestanhafs hefur ekki verið minna síðan í febrúar árið 2009.

Bloomberg-fréttastofan segir að þessi niðurstaða séu jákvæðar fréttir fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta og geti leitt til endurkjörs hans í nóvember. Á hinn bóginn segir fréttastofan að niðurstaðan sé á skjön við það sem bankastjórn bandaríska seðlabankans gaf út fyrir viku. Hún sagði hagvöxt ekki nógu öflugan til að draga úr atvinnuleysi og því sé talið nauðsynlegt að halda stýrivöxtum lágum í tvö ár til viðbótar. Miðað við atvinnutölurnar nú megi allt eins gera ráð fyrir því að stýrivextir hækki fyrr en bankastjórnin hafi gefið í skyn.

Þá segir Bloomberg að ráða megi af tölunum að bandarísk fyrirtæki séu farin að ráða fólk í meiri mæli en áður. Þá telji stjórnendur þeirra að skuldakreppunni á evrusvæðinu muni linna.