Atvinnuleysi mælist nú 6,8% í Þýskalandi, samkvæmt upplýsingum vinnumálastofnunar Þýskalands. Það hefur ekki verið minna í 20 ár. Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart enda gerði meðalspá Bloomberg ráð fyrir því að atvinnuleysi myndi aukast í mánuðinum.

Atvinnuleysistölurnar jafngilda því að 2,92 milljónir atvinnubærra manna og kvenna mæla göturnar í Þýskalandi.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Thomas Gitzel, aðalhagfræðingi hjá VP Bank í Vaduz í Liechtenstein, atvinnutölurnar endurspegla að þýska hagkerfið hafi tekið við sér á síðasta ársfjórðungi í kjölfar 0,5% samdráttar í landsframleiðslu. Hann bendir þó á að þótt bjartsýni hafi aukist í viðskiptalífinu um horfur í efnahagsmálum þá megi ekki gera ráð fyrir því að draga muni hratt úr atvinnuleysi þar sem eftirspurn eigi eftir að aukast.