Dregið hefur saman í atvinnuleysi með kynjunum á síðustu mánuðum en atvinnuleysi var meira meðal karla síðastliðið haust en kvenna. Alls 8.592 karlar voru að meðaltali atvinnulausir í júlí og 6.652 konur.

Fram kemur á vef Alþýðusambands Íslands að dregið hafi úr atvinnuleysi meðal karla síðustu mánuði en á sama tíma hefur það heldur aukist meðal kvenna.

Frá því í júní jókst atvinnuleysi meðal kvenna um 2,2%. Á sama tíma minnkaði atvinnuleysi meðal karla um 5,4%.

Á vef ASÍ kemur fram að aukið atvinnuleysi meðal kvenna megi fyrst og fremst rekja til höfuðborgarsvæðisins. Einungis þar og á Suðurnesjum aukist avinnuleysi meðal kvenna frá því í júní.

Alls staðar á landinu dregur hins vegar úr atvinnuleysi meðal karla frá því í júní.