Bílasala dróst saman um 1,3% á fyrstu fjórum mánuðum ársins í Kína. Vísbendingar eru um að salan hafi haldið áfram að dala í byrjun annars ársfjórðungs. Vonir standa þó til að nýir bílar sem væntanlegir eru á markað í kringum bílasýninguna í Peking í lok mánaðar blási lífi í markaðinn.

Fram kemur í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar um stöðuna að bílasalan sé í takt við kulnun kínverska hagkerfisins og hátt eldsneytisverð. Kínversk stjórnvöld stefna að því að ná ná ná hagvexti niður í um  7,5% á árinu. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem menn í austri sjá svo lágar tölur eftir mikla keyrslu hagkerfisins.