Bjartsýni íslenskra fjármálastjóra næstu tólf mánuði er yfir meðaltali í Evrópu samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Deloitte í mars og náði til fjármálastjóra fyrirtækja í 18 Evrópulöndum.

Könnunin var send til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins og eru þeir ekki eins bjartsýnir um þessar mundir og í nóvember þegar bjartsýni þeirra náði hámarki, rétt fyrir útbreiðslu ómíkrón afbrigðisins. Þrátt fyrir það eru íslenskir fjármálastjórar að meðaltali jákvæðir gagnvart þróun á lykilstærðum í rekstri þeirra. Fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa hefur aukist mikið frá fyrri könnun og búast 40% íslenskra fjármálastjóra við lækkunum á hlutabréfaverði.

Lovísa Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármálaráðgjafar og meðeigandi hjá Deloitte, segir að minni bjartsýni nú en í haust komi ekki á óvart í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu.

„Bjartsýni var í hæstu hæðum síðasta haust en er að gefa töluvert eftir núna. Við sjáum sömu þróun í Evrópu þar sem fjármálastjórar eru minna bjartsýnir núna en fyrir sex mánuðum.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði