Væntingavísitala Gallup lækkaði lítillega í apríl. Vísitalan var í 125,4 stigum sem er 1,7% lækkun frá því í síðasta mánuði. Það aðallega minni tiltrú láglaunafólks og eldra fólks á efnahags- og atvinnuástandið sem veldur lækkuninni. Þrátt fyrir lækkunina eru neytendur enn bjartsýnir á efnahags- og atvinnuástandið. Almennt lækkaði mat neytenda á núverandi ástandi um rúm 5 stig í 136 stig en sú vísitala heldur þó áfram að vera umtalsvert hærri en vísitala væntinga til sex mánaða sem stóð í 119 punktum eins og bent er á í MorgunkorniÍslandsbanka.

Væntingavísitalan til næstu sex mánaða stendur hins vegar enn yfir 100 stigum sem segir að neytendur búast við því að aðstæður í efnahags- og atvinnulífinu eigi eftir að batna á þeim tíma.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.