*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 11. apríl 2018 13:48

Dregur úr fjölgun ferða frá Leifsstöð

Fjölgun farþega sem ferðast frá Keflavíkurflugvelli var minni í mars í ár en síðustu ár, eða um 3,1% en fyrir ári.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund talsins í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 5.200 fleiri en í mars á síðasta ári.

Aukningin nemur 3,1% milli ára, nokkru minni en mælst hefur í mars síðustu árin. Bandaríkjamenn og Bretar voru fjölmennastir í mars en þeim fækkar á milli ára.

Hlutfallsleg aukning milli ára er minni í mars en aðra mánuði vetrarins og sé litið til vetrarins í heild, það er frá nóvember til mars, má sjá verulega minni fjölgun en síðustu ár. Þannig var aukning yfir vetrarmánuðina nú 7% á milli ára, samanborið við 59% milli vetrarins 2015-16 til 2016-17.

Frá áramótum hafa 307.600 erlendir farþegar farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 8,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.