Þrátt fyrir að fjöldi kínverskra ferðamanna hafi aukist mikið síðustu misserin virðist sem dregið hafi úr henni síðustu tvo mánuði.

Fimmta fjölmennasta heimsóknarþjóðin

Komu um 48 þúsund Kínverjar til landsins í fyrra sem var nálega tvöföldun miðað við árið á undan og fyrstu fjóra mánuði þessa árs var aukningin um 68,6%. Er svo komið að þeir eru orðnir fimmta fjölmennasta þjóðin meðal ferðamanna hérlendis.

En nú virðist hafa dregið úr fjölguninni, því samkvæmt nýjum tölum Ferðamálastofu komu aðeins 7,9% fleiri Kínverjar til landsins í maí miðað við á sama tíma í fyrra. Einnig dró úr fjölgun þeirra miðað við mánuðina á undan í apríl.

Bandaríkjamenn og Bretar fjölmennastir

Um þriðjungi fleiri ferðamenn flugu frá Íslandi heldur en á sama tíma í fyrra. Vega Bandaríkjamenn og Bretar sem eru fjölmennustu þjóðir ferðamanna á landinu þar mest. Hlutfall þeirra er meira yfir vetrarmánuðina og voru þeir um 40% þeirra sem flugu frá landinu í maí. Þetta kemur fram á frétt Túrista .