Árið 2007 dró nokkuð úr flutningum til landsins og nam fjöldi aðfluttra umfram brottflutta erlenda ríkisborgara 3.352 einstaklingum en brottfluttir íslenskir ríkisborgarar voru 255 fleiri en aðfluttir. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fólksflutninga 2007.

Breytingin er nokkur frá árunum 2005 og 2006, en þá var fólksflutningur hingað til lands óvenju mikill. „Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara nam þessi tala 5.535 manns árið 2006. Flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var aftur á móti neikvæður; brottfluttir voru 280 fleiri en aðfluttir,” segir Hagstofan.

Þensluskeiðið hér á landi hefur dregið til sín mun fleiri konur en karla – á árunum 2005 og 2006 fluttu tvöfalt fleiri karlar til landsins en konur.