Stuðningur við ríkisstjórnina fer úr 44,6% í 43,1%, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 26,8%, borið saman við 28,4% í síðustu mælingu. Þá mælist fylgi Framsóknarflokksins nú 15,0% borið saman við 16,3% í síðustu mælingu. Til samanburðar var Sjálfstæðisflokkurinn með 26,7% fylgi í síðustu Alþingiskosningum og fékk Framsókn 24,4% atkvæða.

Í könnuninni kemur fram að stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig. Fylgi við Bjartra framtíð mælist nú 15,2% borið saman við 14,5% í síðustu mælingu.  Fylgi Samfylkingarinnar mælist 13,8% borið saman við 14,3% í síðustu mælingu. Fylgi við VG er 12,6% borið saman við 11,0% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist með 9,0% fylgi borið saman við 7,3% í síðustu mælingu. Í Alþingiskosningunum í vor fékk Björt framtíð 8,2% atkvæða, Samfylkingin 12,9%, VG fékk 10,9% og Píratar 5,1% atkvæða.

Af öðrum flokkum er Dögun með 2,4% fylgi, Hægri grænir með 1,8% fylgi, Flokkur heimilanna með 1,3% fylgi, Lýðræðisvaktin með 0,9% fylgi, Regnbogaflokkurinn með 0,5% fylgi og Sturla Jónsson með 0,5% fylgi.

Könnunin var framkvæmd dagana 26. til 28. no´vember og var heildarfjöldi svarenda 963 einstaklingar, 18 ára og eldri.