*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 30. maí 2013 09:09

Dregur úr hagnaði Íslandsbanka

Íslandsbanki hagnaðist um 4,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Gengissveiflur setja strik í reikninginn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbankin hagnaðist um 4,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er einum milljarði króna minna en bankinn hagnaðist um á sama tíma í fyrra. Munurinn skýrist að stærstum hluta í lægri vaxtatekjum og gengissveiflum krónunnar. 

Fram kemur í uppgjöri bankans að arðsemi eigin fjár eftir skatta lækkaði úr 17,7% í 12,2%. Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 18% á milli ára, eða frá 129 milljörðum króna í 152. milljarða. Hreinar þóknanatekjur jukust í 2,5 milljarða króna en voru 2,1 milljarðar í fyrra sem er 17% hækkun á milli ára. Það má að mestu rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans, að því er segir í uppgjörstilkynningu.

Eigið fé Íslandsbanka nam í lok fjórðungsins 152 milljörðum króna og hækkaði það um 3% frá síðustu áramótum og 18% á milli ára. Eiginfjárhlutfall styrktist í 26,2% samanborið við 25,5% og  eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 23,2% borið saman við 22% í fyrra. 

Stikkorð: Íslandsbanki