Íslandsbanki hagnaðist um 4,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 400 milljónum krónum minna en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður bankans 15,4 milljörðum króna sem er 800 milljónum krónum minna en á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,6% á þriðja ársfjórðungi samanborið við 13,3% á sama tíma í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins var arðsemin 13,4%. Hún var 16,3% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Lækkunin skýrist að mestu af hærra eigin fé sem hefur hækkað um 3% á milli fjórðunga.

Þá segir í uppgjörinu að eiginfjárhlutfall bankans var 27,2% í lok fjórðungsins sem er 0,2% lægra en í lok annars ársfjórðungs.

Hreinar vaxtatekjur námu 7,4 milljörðum króna sem er 5,1% lægra en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í uppgjörinu segir að vaxtamunur lækki samhliða því að afföll á lánasafninu sem keypt var frá glitni fari úr bókum bankans.