*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 29. ágúst 2014 18:39

Dregur úr hagnaði Reita

Ánægja er með afkomu fasteignafélagsins Reita.

Ritstjórn
Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita.
Aðsend mynd

Hagnaður fasteignafélagsins Reita nam 1.672 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en á fyrri hluta síðasta árs nam hagnaðurinn 2.222 milljónum króna. Samdrátturinn nemur rétt tæpum 25%.

Fram kemur í uppgjöri Reita að afkoman hafi verið góð og í takt við áætlanir. Leigutekjur félagsins á tímabilinu námu 4.173 milljónum króna borið saman við 4.023 milljónir á fyrri hluta síðasta árs. Nýtingarhlutfall eigna félagsins hafi batnað nokkuð milli ára og var 95,9% á fyrri árshelmingi samanborið við 95,1% á sama tímabili í fyrra. 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og matsbreytingu fjárfestingareigna nam 3.044 milljónum króna á tímabilinu borið saman við 2.948 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Hrein fjármagnsgjöld tímabilsins námu 2.221 milljónum króna samanborið við 2.448 milljónir króna í fyrra. Matsbreyting fjárfestingareigna var jákvæð um 1.311 milljónir króna og er það í takti við þróun á atvinnuhúsnæðismarkaði sem og verðlag.