Hagvöxtur dróst saman í flestum ríkum Evrópu á þriðja ársfjórðungi samanborið við ársfjórðung á undan. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í dag.

Í Þýskalandi, mesta efnahagsveldi Evrópu, var 0,7% hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi miðað við fjórðunginn á undan, samanborið við 2,3% á öðrum fjórðungi. Í Frakklandi var hagvöxturinn 0,4% samanborið við 0,7% þar áður.

Hagvöxturinn í sextán stærstu löndum á Evrusvæðinu var 0,4% að meðaltali samanborið við rúmlega 1% fjórðunginn á undan. Sérfræðingar sem BBC ræða við segja þetta til marks um að enn sé nokkuð í að stöðugt umhverfi fyrir hagvöxt myndist í Evrópu.