„Stjórnvöld eru að hækka kostnað fyrirtækjanna óháð afkomu þeirra. Hér er um að ræða fordæmalausa aðför að einum hópi launafólks, þ.e. öllu starfsfólki fjármálafyrirtækja. Hafa þarf í huga að sérstök skattlagning launakostnaðar með þessum hætti kemur í viðbót við sérstakan bankaskatt og gríðarlegan kostnað við eftirlit af ýmsu tagi, s.s. tengdu FME og Umboðsmanni skuldara. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti brugðist verður við [ ... ] horft verður til þess að mæta svona aðgerðum með niðurskurði eða hækkun tekna.“ Höskuldur H. Ólafsson -Arion banki

Þetta leggst beint ofan á laun og laun eru stærsti útgjaldaliður smærri fjármálafyrirtækja. Þetta er slæmt mál og mér finnst þetta í raun og veru mjög óréttlátur skattur. Skatturinn, eins og hann er útfærður í frumvarpinu, mun leggjast hlutfallslega mun þyngra á smærri fjármálafyrirtækin og þannig draga úr samkeppnishæfni gagnvart stóru bönkunum.“ Kristín Pétursdóttir -Auður Capital

Þessi aðgerð mun styrkja enn frekar stöðu stóru viðskiptabankanna og verða til að draga úr samkeppni. Þetta er ekki til að stuðla að heilbrigðu og fjölbreyttu fjármálakerfi. Þá er lagt til að skatturinn verði þrepaskiptur, en afleiðingin af þeirri aðgerð verður hlutfallslega hærri skattbyrði minni fjármálafyrirtækja.“ Pétur Einarsson -Straumur

Nánar er hægt að lesa um fyrirhugaðar breytingar hér.