Erlent 19. júlí 2012 14:27 Ritstjórn / [email protected]

Dregur úr sígarettusölu í Evrópu

Bandaríski tóbaksrisinn Philip Morris horfði upp á samdrátt í sölu í þróaðri ríkjum. Afríkubúa púa meira en í fyrra.
Ljósmynd: Aðsend mynd

Bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris International hagnaðist um 2,3 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 290 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 4% samdráttur á milli ára. Hagnaður á hlut nam 1,36 dölum sem er 2 sentum yfir væntingum markaðsaðila.

Fram kemur í uppgjöri tóbaksframleiðandans, að sala á sígarettum hafi dregist saman um 1,2% á mili ára. Mesti samdrátturinn var á meginlandi Evrópu en þar dróst salan saman um 9,4% á milli ára. Hún dróst jafnframt saman í Mið- og Suður-Ameríku og í Kanada auk Asíu. Á hinn bóginn jókst salan í Austur-Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Afríku um rúm 5%.

Aðrar fréttir
Fólk
Skoðun
Eftir vinnu