Heimsóknum frá Danmörku, Svíþjóð og Noregið fækkaði verulega milli ára hér á landi. Hins vegar voru um fjórðungi fleiri erlendir ferðamenn á landinu í júní í samanburði við sama tíma í fyrra. Þessu greinir Túristi.is frá.

517 þúsund erlendir farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli á fyrri helmingi ársins. Aukning frá sama tíma nemur 28,7 prósentum hins vegar fjölgaði ferðamönnum frá Norðurlöndunum aðeins um 2,8 prósent. Til samanburður jókst fjöldi ferðamanna frá norður Ameríku um ríflega 40 prósent. Í júní varð verulegur samdráttur í komum ferðamanna frá Skandinavíu. Sænskum ferðamönnum fækkaði um 16,7%, Dönum um 13,6% og Norðmönnu um 10,2. Fjöldi Finna stóð í stað. Samtals komu 2.223 færri skandinavískir ferðamenn til landsins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Kínverjar taka framúr Norðurlöndunum

Á sama tíma og ferðamönnum frá Skandinavíu fækkaði þá hefur orðið sprenging í komum Kínverja. Þeim hefur fjölgað um 78,2 prósent það sem af er ári og samtals hafa um 17 þúsund kínverskir ferðamenn heimsótt Ísland í ár. Kínverjum í júní fjölgaði enn meira eða um 83,5 prósent og voru þeir fjölmennari en ferðamenn frá hverri Norðurlandaþjóð fyrma í fyrra