Greiningardeild KB banka telur líklegt að dregið hafi úr spennu á fasteignamarkaðnum í septembermánuði. Þær miklu hækkanir sem hafa verið á fasteignaverði undanfarið ár telur bankinn ekki óeðlilegar í ljósi þess að fjármagnskostnaður hefur lækkað um 30% á þessu tímabili og fjármagnsskömmtun til íbúðakaupa hefur verið afnumin.

Greiningardeildin telur einnig að almenn eftirspurn hafi verið í töluverðum vexti en hún hefur samt einkum beinst að innflutningi og mikil gengishækkun krónunnar hefur síðan haldið almennum verðlagshækkunum í skefjum. Þetta virðist nú vera að breytast. Verðhækkanirnar virðast nú vera orðnar mun almennari og stafa af hækkandi kostnaði í fyrirtækjarekstri hérlendis.

Byggt á efnahagsfregnum KB banka.