Tap Líftæknisjóðsins á fyrstu níu mánuðum ársins var 16,8 milljónir króna samanborið við 155 milljón króna tap á sama tímabili 2003. Innleyst tap tímabilsins var 14 milljónir króna samanborið við 106,5 milljóna króna tap á fyrstu níu mánuðum ársins 2003. Óinnleyst gengistap tímabilsins var 2,8 milljónir króna samanborið við 48,4 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra.. Heildareignir Líftæknisjóðsins hf, voru 595,2 milljónir króna í lok tímabilsins en voru 607.5 í ársbyrjun.. Eigið fé Líftæknisjóðsins hf var 480,6 milljónir króna í lok tímabils en var 496,9 milljónir króna í ársbyrjun. Þetta er fyrsta 9 mánaða uppgjörið sem birt er í Kauphöllinni.